lau. 23. nóv. 2024 08:00
Gamla ljósmyndin: Leikstjórnandi „par excellence“

Íţrótta­deild Morg­un­blađsins og mbl.is held­ur áfram ađ gramsa í mynda­safni Morg­un­blađsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Á níunda áratugnum stóđ karlaliđ Keflavíkur í skugganum af nágrönnum sínum í Njarđvík ef ţannig má ađ orđi komast. Eđa ţar til 1989 ţegar Keflavík varđ Íslandsmeistari karla. Endurtók liđiđ leikinn 1992 og 1993. 

Gamla 

Keppnistímabiliđ 1988-1989 tók Jón Kr. Gíslason viđ ţjálfun liđsins á miđju tímabili og varđ Íslandsmeistari sem spilandi ţjálfari. Hann var einnig spilandi ţjálfari 1992 og 1993. Síđar varđ Jón Kr. landsliđsţjálfari karla 1995-1999 og stýrđi báđum A-landsliđunum áriđ 1998.

Á ţjálfaraferlinum stýrđi Jón Kr. einnig kvennaliđum Njarđvíkur og Keflavíkur og karlaliđi Stjörnunnar. Ţar dró hann einnig fram skóna tćplega fertugur og lék međ Stjörnunni. Ţá má geta ţess ađ ţegar Jón Kr. var landsliđsţjálfari fékk Fylkir hann ađ láni sem ţjálfara frá KKÍ en fjárhagsstađa körfuknattleiksdeildar Fylkis var ţá bágborin og var barist viđ ađ halda starfinu gangandi. 

Gamla

Sem leikmađur lék Jón Kr. lengst af međ Keflavík en sitt hvort tímabiliđ međ Grindavík og Stjörnunni. Í Danmörku lék hann eitt tímabil međ SISU og varđ danskur bikarmeistari. Jón Kr. leikstjórnandi par excellence. Stjórnađi leiknum og sá einkar glögglega ţađ sem var ađ gerast í kringum hann á vellinum enda var hann sjö sinnum međ flestar stođsendingar á einu tímabili á Íslandsmótinu.

Var hann fjórum sinnum kjörinn leikmađur ársins af andstćđingum sínum í deildinni. Var Jón valinn í liđ 20. aldarinnar hjá KKÍ um aldamótin. 

Fyrir ţá sem hafa gaman af ćttfrćđi hafa ţrír sona Jóns leikiđ í efstu deild í körfunni: Dagur Kár, Dađi Lár og Dúi Ţór. 

Á međfylgjandi mynd er Jón ađ keyra upp ađ körfunni í vináttulandsleik gegn Eistlandi á Hlíđarenda í maí áriđ 1993 en myndina tók Kristinn Ingvarsson sem myndađi fyrir Morgunblađiđ og mbl.is í áratugi. Eistar höfđu naumlega betur 93:91 og skorađi Jón 14 stig í leiknum.

Jón Kr. Gíslason er ţriđji leikjahćsti landsliđsmađur Íslands frá upphafi međ 158 A-landsleiki.

Íslenska karlalandsliđiđ mćtir Ítalíu ytra á mánudagskvöldiđ en liđin mćttust í Laugardalshöll í gćrkvöldi í undankeppni EM. 

Gamla

 

til baka