fim. 21. nóv. 2024 15:35
Fjölmargir kíktu í Marshallhúsið á laugardag.
Skafti Jónsson virti fyrir sér list í góðum félagsskap

Fjölmennt var á opnun sýningar Auðar Lóu Guðnadóttur, Í rósrauðum bjarma eða In Watermelon Sugar, í Marshallhúsinu á laugardag. Skafti Jónsson, diplómat hjá Utanríkisráðuneytinu og faðir Ólafar Skaftadóttur sem heldur úti hlaðvarpinu Komið gott ásamt Kristínu Gunnarsdóttur, og Arnar Eggert Thoroddsen poppfræðingur voru meðal þeirra sem fögnuðu opnun sýningarinnar. 

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að Auður Lóa, sem út­skrifaðist frá mynd­list­ar­deild Lista­há­skóla Íslands árið 2015, sé „listamaður sem skoðar mörk hins hug­læga og hlut­læga, skúlp­túrs og teikn­inga, list­ar og veru­leika“.

Viðfangefni hennar eru hversdagslegir hlutir og fígúratíft myndmál sem hún sækir bæði úr fornri og nýlegri sögu. Auður Lóa vinnur mikið með pappamassa, en með honum skapar hún skúlptúra, og þessi grófi, óstýriláti efniviður gefur verkum hennar gamansaman og sérkennilegan karakter. Með því að nota þennan létta miðil nær hún óvæntri dýpt og býður upp á óhefðbundna sýn á viðfangsefni sín. 

Sýn­ing­in stend­ur til 23. des­em­ber.

til baka