mið. 13. nóv. 2024 19:22
Aserbaísjan og Frakkland hafa löngum eldað grátt silfur saman vegna stuðnings Frakklands við Armeníu í erjum nágrannaríkjanna.
Sakar Frakka um mannréttindabrot

Umhverfismálaráðherra Frakklands hefur sagt skilið við COP29 loftslagráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bakú í Aserbaísjan eftir að forseti landsins sagði frönsk stjórnvöld stunda nýlenduglæpi og mannréttindabrot á eyjunni.

„Ekki er hægt að tala um glæpi Frakklands á meintri nýlendu þeirra án þess að minnast nýlegra mannréttindabrota,“ sagði Ilham Aliyev, forseti Aserbaísjan, og vísaði til nýlegra átaka franskra lögreglumanna við eyjaskeggja þar sem þrettán manns létu lífið.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/11/vid_erum_a_leid_til_glotunar/

Fyrir neðan allar hellur

Frönsk yfirvöld hafa á árinu reynt að sporna gegn óeirðum á eyjunni. Fyrr á árinu reyndi Emmanuel Macron Frakklandsforseti að innleiða ný kosningalög í landinu sem gæfu frönskum innflytjendum sem hefðu búið á eyjunni í hið minnsta tíu ár atkvæðisrétt á eyjunni.

Tillögu Macrons hefur verið mætt af mikilli andspyrnu frá hluta frumbyggja eyjunnar sem eru í minnihluta á eyjunni eða um 40%. Þá er óttast að vonir frumbyggja eyjunnar um sjálfstæði fjari út fari sem á horfir.

Agnes Pannier-Runacher, umhverfismálaráðherra Frakklands, sagði ásakanir forseta Aserbaísjan fyrir neðan allar hellur og sæmdi ekki þeim sem færi með formennsku COP.

Í kjölfarið sagði hún sig frá ráðstefnunni en sagði að sendinefnd Frakklands stæði áfram vaktina á ráðstefnunni í þágu umhverfisins.

 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/11/berjast_afram_gegn_hlynun_thratt_fyrir_sigur_trumps/

Olían sé gjöf frá guði

Aliyev er nær einvaldur í landinu og hefur setið í forsetastól landsins í liðlega tvo áratugi. Eftir ásakanir á hendur Frakklandi gerði hann illt verra á loftslagsráðstefnunni þegar hann fagnaði olíuauðlindum landsins og sagði þær vera gjöf frá guði.

Aserbaísjan og Frakkland hafa löngum eldað grátt silfur saman vegna stuðnings Frakklands við Armeníu í erjum nágrannaríkjanna.

Á síðasta ári hernam Aserbaísjan héraðið Nagorno-Karabakh, sem var að mestu byggt Armönum. Fyrir vikið þurftu rúmlega 100.000 Armenar að leita hælis.

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/30/fjolmenn_islensk_sendinefnd_til_baku/

 

til baka