þri. 12. nóv. 2024 22:30
Niðurskurður á skólabókasöfnum kemur verst við þá efnaminni.
Þurfa að betla fé til bókakaupa

„Við Íslendingar tölum örtungumál en það er eins og við séum alltaf að grafa undan því. Við erum með staðfest dæmi um að skólasafnskennarar hafi verið að betla í foreldrafélögum um að styrkja skólabókasöfnin til að geta keypt bækur. Það er mjög alvarlegt þegar grunnskólinn á að vera gjaldfrjáls,“ segir Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands.

Margrét kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu sumra skólabókasafna hér á landi.

Skólasafnskennsla hafi víða verið skorin niður og þótt kveðið sé á um það í lögum að í skólum eigi að vera bókasafn megi deila um hvort farið sé eftir því.

„Við höfundar förum mikið í skóla og lesum upp. Stundum bregður manni við að sjá hvað er kallað bókasafn. Ég hef jafnvel séð hillur með fáeinum bókum sem eru ekki einu sinni fyrir þann aldur sem er í skólanum og kannski lítið meira. Stundum er ástandið hins vegar frábært og greinilegt að starfsfólk leggur mikið á sig, jafnvel meira en hægt er að ætlast til af því.“

Mun verri staða

Verið að auka aðstöðumuninn

 

Hún segir að í þessu felist gríðarleg mismunun fyrir nemendur. Lestur sé mikil undirstaða og margir þurfi á aukahjálp að halda sem góð skólabókasöfn veiti.

Þá komi niðurskurður og metnaðarleysi í þessum málaflokki verst við þá efnaminni.

„Inni í skólunum höfum við mikil tækifæri til að jafna aðstöðumun sem börn búa við heima hjá sér. Við erum þvert á móti að auka aðstöðumuninn með því að hafa þetta í toppmálum sums staðar en í lamasessi annars staðar.“

Ítarlegri umfjöllun var í Morgunblaðinu föstudaginn 8. nóvember.

til baka