Barcelona og Arsenal unnu bćđi stórsigra ţegar 3. umferđ riđlakeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu hófst međ tveimur leikjum í kvöld.
Barcelona fékk austurrísku meistarana í St. Pölten í heimsókn í D-riđli og vann 7:0. Stađan var 5:0 í hálfleik eftir ađ heimakonur skoruđu mörkin á 13 mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks.
Claudia Pina skorađi tvívegis fyrir Barcelona auk ţess sem Ewa Pajor, Kika Nazareth, Aitana Bonmatí, Keira Walsh og Caroline Graham Hansen skoruđu eitt mark hver.
Barcelona er á toppi riđilsins međ sex stig eftir ţrjá leiki.
Öruggt í Tórínó
Arsenal heimsótti ţá Juventus til Tórínó í C-riđli og vann 4:0.
Frida Maanum, Stina Blackstenius, Mariona Caldentey og Caitlin Foord skoruđu mörk gestanna frá Lundúnum.
Arsenal er í öđru sćti riđilsins međ sex stig eftir ţrjá leiki.