„Hornspyrnur Aston Villa voru eiginlega hættulegustu færi Liverpool í leiknum,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Liverpool vann Aston Villa 2:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld. Fyrra markið kom eftir skyndisókn í kjölfar hornspyrnu Villa þar sem Darwin Núnez skoraði.
Hann fékk svo annað keimlíkt færi, aftur eftir skyndisókn í kjölfar hornspyrnu Villa en brást þá bogalistin.
„Ef hann hefur meira en tvær sekúndur þá yfirleitt miklar hann hlutina fyrir sér og klúðrar færunum. Hann fær helling af færum.
Við verðum að gefa honum það að hann er kraftmikill og hann kemur sér í færin. Hann heldur áfram að reyna,“ sagði Kjartan Henry um Núnez.
Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umræðu hans, Margrétar Láru Viðarsdóttur og Hauks Harðarsonar um Núnez og einnig um tvær vítaspyrnur sem Villa vildi fá dæmdar í leiknum.