þri. 12. nóv. 2024 18:02
Úr leik hjá Trelleborg í sumar.
Unnu ekki einn einasta leik

Gengi Trelleborgs var ekki gott í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna á nýafstöðnu tímabili. Liðið féll sannfærandi úr deildinni og vann sér aðeins inn þrjú stig.

Það sem meira er tókst Trelleborg ekki að vinna einn einasta leik í 26 tilraunum. Jafnteflin voru þrjú og töpin 23.

Liðið var með -84 í markatölu, skoraði aðeins tólf mörk og fékk á sig 96.

Trelleborg leikur því í sænsku B-deildinni á næsta tímabili, en liðið var 24 stigum frá því að halda sæti sínu á meðal þeirra bestu.

til baka