þri. 12. nóv. 2024 19:39
Börn í 6. bekk. Mynd úr safni.
88% barna í 6. bekk á samfélagsmiðlum

Notkun samfélagsmiðla er útbreidd á meðal grunnskólabarna og eykst stöðugt með hverju aldursári. Um og yfir helm­ing­ur barnanna á erfitt með að minnka þessa notkun sína.

Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar varpa aftur ljósi á þetta.

Af þeim má ráða að 88% grunnskólabarna í 6. bekk noti samfélagsmiðla að staðaldri.

Í 7. bekk er hlutfallið 92% og í 8. bekk hefur það náð 95%. Tveimur aldursárum síðar, í 10. bekk, stendur hlutfallið í 97%.

Notkunin er útbreiddari á meðal stúlkna og er hlutfall stúlkna hærra en drengja öll þessi fimm aldursár. Í 10. bekk er það 99%.

Lestraráhugi hrynur samhliða aukinni notkun

Lestu meira

Forsætisráðherra Noregs og Ástralíu hafa á undanförnum vikum sagst vilja setja strangari aldurstakmarkanir á notkun miðlanna.

Í Noregi verði takmarkið við 15 ára aldur en í Ástralíu við 16 ára aldur.

Í umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um mikinn vanda íslenska skólakerfisins hefur þegar verið greint frá því hvernig áhugi ís­lenskra barna á lestri hef­ur hrunið frá alda­mót­um.

Árið 2000 sögðust 33% nem­enda í 10. bekk aðeins lesa þegar þau þyrftu þess. Í dag er hlut­fallið 60% og jafn­vel meira.

Nem­end­ur sem eyða meiri tíma í snjallsím­um á skóla­tíma hafa minni áhuga á lestri en þeir sem nota snjallsíma lítið eða ekk­ert. Lestr­aráhug­inn fer sí­fellt hraðar dvín­andi eft­ir því sem nem­end­ur eyða meiri tíma í tækj­un­um.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/10/23/taeknirisar_a_moti_litlum_barnaheilum/

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/11/07/samfelagsmidlar_verdi_bannadir_yngri_en_16_ara/

Líður illa þegar þau komast ekki í samfélagsmiðla

Um þriðjung­ur ung­menna í 10. bekk upp­lif­ir van­líðan þegar hann hef­ur ekki aðgang að sam­fé­lags­miðlum.

Eru stúlk­ur sér­stak­lega viðkvæm­ar fyr­ir þess­um áhrif­um.

Rúm­lega helm­ing­ur þeirra hef­ur verið beðinn um að senda nekt­ar­mynd­ir.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/12/yfir_helmingur_stulknanna_bedinn_um_nektarmyndir/

til baka