þri. 12. nóv. 2024 15:17
Norðmenn settu met í útflutningsverðmætum eldislax í stökum mánuði í október.
Settu einnig met í útflutningi á lax

Október var besti mánuður Norðmanna frá upphafi hvað útflutningsverðmæti eldislax varðar, að því er segir í færslu á vef norska útflutningsráði sjávarafurða (Norges sjømatråd).

Eins og greint var frá á 200 mílum í gær skilaði gríðarlegur vöxtur í útflutningi makríls Norðmönnum metútflutning í október. Nam heildarútflutningsverðmæti norskra sjávarafurða 18,5 milljörðum norskra króna.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/11/11/makrillinn_skiladi_nordmonnum_metutflutningi/

Eldislaxinn vegur þungt og var útflutningsverðmæti hans um 12 milljarðar norskra króna, jafnvirðir 151 milljarðs íslenskra króna, í október sem er tæplega 65% af heildar útflutningsverðmætum sjávarafurða þann mánuð. Að baki þessa verðmæta voru 144.761 tonn.

Fram kemur í færslunni að útflutningsverðmæti eldislax hafi vaxið um 1% frá október í fyrra og að það hafi aldrei verið meir aí stökum mánuði. Þá hafi magn aukist um 10%.

Helstu markaðir voru Pólland, Bandaríkin og Holland.

til baka