mið. 13. nóv. 2024 06:00
Húsið er staðsett í hjarta Hafnarfjarðar.
120 milljóna einbýli í hjarta Hafnarfjarðar

Við Gunnarssund í hjarta Hafnarfjarðar stendur vandað einbýlishús byggt árið 2011. Húsið er bjart, stílhreint og vel skipulagt. Tvö baðherbergi, tvö svefnherbergi og timburpallur sem snýr í suður fylgir húsinu. 

Eldhúsið er staðsett á neðri hæð og þar er glæsileg eyja með spanhelluborði. Eldhúsið er opið inn í rúmgóða stofu og borðstofu sem eru óvenjubjartar. Þaðan er útgengt í garðinn eða timburpallinn sem snýr í suður. Á efri hæð hússins er gott alrými með mikilli lofthæð sem notað er sem sjónvarpsherbergi. Vönduð gólfefni, tæki og sérsmíðaðar innréttingar eru í húsinu. 

Núverandi eigendur hafa auga fyrir klassískri hönnun en í húsinu má finna húsgögn frá Norr11, Y-stólinn eftir Hans Wegner og PH-gólflampann eftir Louis Poulsen.

Á fasteignavef mbl.is: Gunnarssund 9

 

 

til baka