35 manns eru látnir og 43 slasaðir eftir að bíl var ekið á gangandi vegfarendur í borginni Zhuhai í suðurhluta Kína í gærkvöldi.
„Alvarleg og grimmileg árás var gerð við íþróttamiðstöðina í Zhuhai þar sem sá grunaði ók bíl inn í hóp fólks við æfingar, sem varð til þess að 35 dóu og 43 slösuðust,” sagði lögreglan í tilkynningu.
Að sögn BBC er 62 ára karlmaður grunaður um verknaðinn. Hann var handtekinn er hann reyndi að flýja lögregluna og er hann í dái eftir að hafa valdið sjálfum sér skaða.