Fyrirtækið Boeing hefur náð samkomulagi við fjölskyldu ungrar konu sem lést í Boeing 737 MAX-flugslysinu í Eþíópíu árið 2019.
Réttarhöld áttu að hefjast á morgun en hefur nú verið greint frá að Boeing hafi náð að afstýra þeim í dag með því að að hafa komist að samkomulagi við fjölskyldu konunnar.
Þó á samkomulagið enn eftir að vera samþykkt af dómara.
Áður hefur verið greint frá að fjölskyldumeðlimir þeirra sem létust í flugslysinu gætu leitað skaðabóta vegna þeirrar tilfinningalegu vanlíðanar sem ástvinir þeirra upplifðu rétt áður en flugvélin brotlenti.
Geta leitað skaðabóta vegna flugslyssins
Boeing hélt því upphaflega fram að fjölskyldur fórnarlambanna ættu ekki rétt á að leita bóta þar sem fórnarlömbin hafi ekki haft neinn tíma til að þjást og að þau hafi dáið samstundis.
Því var hins vegar hafnað og var sagt að nægar sannanir væru til staðar sem studdu þá ályktun að farþegarnir hafi upplifað hræðslu þegar vélin brotlenti.