mán. 11. nóv. 2024 23:55
Boeing 737 MAX-vél á flugi.
Boeing náði samkomulagi vegna flugslyss

Fyrirtækið Boeing hefur náð samkomulagi við fjölskyldu ungrar konu sem lést í Boeing 737 MAX-flug­slys­inu í Eþíóp­íu árið 2019.

Réttarhöld áttu að hefjast á morgun en hefur nú verið greint frá að Boeing hafi náð að afstýra þeim í dag með því að að hafa komist að samkomulagi við fjölskyldu konunnar. 

Þó á samkomulagið enn eftir að vera samþykkt af dómara. 

Áður hefur verið greint frá að fjöl­skyldumeðlim­ir þeirra sem lét­ust í flug­slys­inu gætu leitað skaðabóta vegna þeirr­ar til­finn­inga­legu van­líðanar sem ást­vin­ir þeirra upp­lifðu rétt áður en flug­vél­in brot­lenti. 

Geta leitað skaðabóta vegna flugslyssins

Boeing hélt því upphaflega fram að fjöl­skyld­ur fórn­ar­lambanna ættu ekki rétt á að leita bóta þar sem fórn­ar­lömb­in hafi ekki haft neinn tíma til að þjást og að þau hafi dáið sam­stund­is.

Því var hins vegar hafnað og var sagt að nægar sannanir væru til staðar sem studdu þá ályktun að farþeg­arn­ir hafi upp­lifað hræðslu þegar vél­in brot­lenti.

 

til baka