mán. 11. nóv. 2024 23:34
Lögreglan hefur lagt hald á fleiri en 2.100 verk ađ andvirđi 200 milljóna evra, eđa hátt í 30 milljarđa króna.
Fölsuđ verk Banksy og Picasso á tugi milljarđa

Ítalska lögreglan hefur afhjúpađ net málverkafalsara í Evrópu. Lögreglan hefur lagt hald á fleiri en 2.100 verk ađ andvirđi 200 milljóna evra, eđa hátt í 30 milljarđa króna.

Samkvćmt The Guardian eru hinir óprúttnu ađilar sagđir hafa stađiđ ađ framleiđslu sannfćrandi eftirlíkinga af myndverkum sumra frćgustu listmálara heims, ţar á međal Banksy, Pablo Picasso, Andy Warhole og Gustav Klimt.

38 einstaklingar eru til rannsóknar lögreglunnar á Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Belgíu og eru grunađir um fölsun, međhöndlun stolinna muna og ólöglega sölu listaverka.

Salvador Dalí, Joan Miró og Vincent van Gogh

Rannsóknin hófst á síđasta ári ţegar ítalska list-lögreglan lagđi hald á 200 fölsuđ listaverk úr safni viđskiptamanns í borginni Písa í Toskana, sem innihélt eftirlíkingu af teikningu eftir ítalska málarann Amedeo Modigliani.

Uppgötvunin leiddi rannsakendur ađ sex fölsunarsmiđjum: tveimur í Toskana, einum í Feneyjum og ţremur til viđbótar í Evrópu. Flestar eftirlíkingarnar voru eftir verkum Banksy og Warhole og höfđu gert samninga viđ ýmis ítölsk uppbođshús.

Auk fyrrnefndra listamanna er einnig taliđ ađ eftirlíkingar hafi veriđ gerđar eftir verkum Claude Monet, Vincent van Gogh, Salvador Dalí, Henry Moore, Joan Miró, Giorgio de Chirico, Marc Chagall, Francis Bacon, Paul Klee og Piet Mondrian.  

til baka