Mukhtar Babayev, forseti COP29, sagði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bakú að fólk sem þjáðist af völdum loftslagsbreytinga „þyrfti að fá meira en samúð, meira en bænir og skriffinnsku“.
Hann nefndi sem dæmi flóð á Spáni, skógarelda í Ástralíu og hækkandi sjávarborð í Kyrrahafi.
Babayev bætti við að ráðstefnan væri að „grátbiðja um leiðtogahæfni og að verkin yrðu látin tala“.