mán. 11. nóv. 2024 15:13
Justin Welby.
Vill að erkibiskupinn víki í kjölfar svartrar skýrslu

Helen-Ann Hartley, biskup við ensku biskupakirkjuna, hefur hvatt Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, til að segja af sér. Hartley segir að staða Welby sé óverjandi í kjölfar svartrar skýrslu þar sem fjallað var um brot þekkts barnaníðings sem tengdist kirkjunni.

Hartley er einn æðsti leiðtogi kirkjunnar sem hefur kallað eftir afsögn Welbys. Hún segir niðurstöður skýrslunnar hafa verið sláandi.

Welby hefur staðið höllum fæti eftir að það kom í ljós að hann hefði ekki fylgt eftir frásögnum um kynferðisbrot John Smyths gagnvart rúmlega 100 drengjum og ungum mönnum, en brotin voru framin í sumarbúðum fyrir kristin ungmenni, að því er segir í umfjöllun BBC. 

Í skýrslu þar sem fjallað er um aðkomu kirkjunnar að málum Smyths segir að Welby gat og hefði átt að tilkynna um brotin til yfirvalda þegar hann var upplýstur um atvik árið 2013.

til baka