þri. 12. nóv. 2024 13:00
Berglind Berndsen á heiðurinn af innréttingunum

Við Gulaþing í Kópavogi er að finna 341 fm einbýlishús sem reist var 2020. Húsið er á tveimur hæðum og vel skipulagt. Berglind Berndsen innanhússarkitekt hannaði innréttingar í húsið og er mikil prýði af þeim. 

Í eldhúsinu eru dökkbrúnar bæsaðar eikar-innréttingar sem búa yfir miklum karakter. Í eldhúsinu eru höldulausar innréttingar og mikið skápapláss. Veglegur skápaveggur nær upp í loft en á veggnum á móti eru léttar hillar og marmarabekkur. Þar á milli er stór eyja með svartri marmara-borðplötu.

Það er gott flæði í eldhúsinu sem smitat inn í borðstofu og stofu og reyndar inn önnur rými í húsinu.

Flísar eru á eldhúsgólfinu en parket er á stofu. Hátt er til lofts í rýminu og prýða stórir gluggar húsið. 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Gulaþing 21

til baka