Vala Valtýsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem veltir fyrir sér hvort hún þurfi að gera erfðaskrá.
Sæl Vala.
Èg er 71 àrs, skilin og èg à eitt barn. Þarf èg að gera erfðarskrà?
Kveðja,
MK
Góðan dag.
Samkvæmt erfðalögum þá má hver einstaklingur sem á skylduerfingja (t.d. barn) ráðstafa 1/3 eigna sinna með erfðaskrá. Ef það er ekki gert í þínu tilviki þá er barn þitt eini erfinginn.
Kveðja,
Vala Valtýsdóttir lögmaður
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Völu og öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur póst HÉR.