Á ađ baka vandrćđi? Nú geta lesendur Smartlands fariđ yfir lista flottustu bakara landsins og látiđ sig dreyma um ćvintýri í eldhúsinu. Listinn inniheldur sykursćtan konditormeistara, bakara sem elskar ađ ferđast, liđsmann í landsliđi bakara og ástríđufullan bakara. Góđ leiđ til ađ njóta lestursins er ađ gćđa sér á jólasmáköku í leiđinni!
Sigurđur Már Guđjónsson - Bernhöftsbakarí
Sigurđur Már Guđjónsson er einn hćfileikaríkasti bakara- og konditormeistari landsins. Hann er ţekktur fyrir ađ gera syndsamlega góđa eftirrétti og bestu rjómabollur landsins. Sigurđur Már hefur hlotiđ hver verđlaunin á fćtur öđrum fyrir kökur sínar og var međal annars valinn kökugerđarmađur ársins á heimsţingi bakara og kökugerđarmanna áriđ 2022.
Gunnlaugur Arnar Ingason - Gulli Arnar
Sćlkerabakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason, jafnan kallađur Gulli bakari, rekur eitt glćsilegasta handverksbakarí landsins og töfrar fram góđgćti sem ţú finnur hvergi annars stađar á landinu. Hann útskrifađist sem bakari áriđ 2017 frá Jóni Arilíusi í Kökulist og hélt í framhaldi út til Kaupmannahafnar ţar sem hann efldi hćfni sína enn frekar hjá Conditori La Glace.
Elenora Rós Georgsdóttir - Milk Run
Elenora Rós Georgsdóttir hefur ţrátt fyrir ungan aldur, afrekađ margt í bakstursheiminum. Hún lćrđi bökunarlistina af móđur sinni og byrjađi snemma af töfra fram gómsćtar krćsingar. Elenora Rós starfar sem bakari í Lundúnum og nýtur lífsins í ensku stórborginni.
Matthías Jóhannesson - Passion Reykjavík
Matthías Jóhannesson er ástríđufullur bakari sem veit fátt skemmtilegra en gleđja ađra međ ljúffengu bakkelsi. Hann starfar hjá Passion Reykjavík og er liđsmađur í landsliđiđ íslenskra bakara. Matthías eyđir gjarnan frítíma sínum í ađ ferđast.
Stefán Pétur Bachmann Bjarnason - Hygge Coffee & Micro Bakery
Stefán Pétur Bachmann Bjarnason er bakari á Hygge Coffee & Micro Bakery og liđsmađur í landsliđi íslenskra bakara. Stefán Pétur er ekki ađeins hćfileikaríkur bakari heldur einnig flinkur gítarleikari og spilar í hljómsveitinni Keel Rider.
Smári Yngvason - Gćđabakstur
Smári Yngvason er einstaklega hćfileikaríkur í sínu fagi og getur töfrađ ótrúlegustu krćsingar. Hann er liđsmađur í landsliđi íslenskra bakara og hefur veriđ verđlaunađur fyrir vinnu sína sem bakari.