fös. 3. maí 2024 13:23
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Ótímabundin leyfi verði líklega ekki gefin út

Bjarkey Olsen matvælaráðherra telur að gerðar verði breytingar á frumvarpi um lagareldi á þann veg að ekki verði veitt ótímabundin rekstrarleyfi til fyrirtækja í sjókvíaledi. 

„Það er Alþingis að ákveða það en já ég held að það verði gerðar breytingar á því,“ segir Bjarkey og útskýrir að hún sé að tala um breytingar á ákvæði um ótímabundin rekstrarleyfi.

Sem sagt að það verði ekki gefin út ótímabundin leyfi?

„Já. Mér finnst það líklegt og ég hef allavega orðað það við þau og ráðuneytið mitt hefur farið á þeirra fund og komið með tillögur að því. En það þarf að skoða það vandlega hvort að aðrar greinar haldi þá og við getum í rauninni beitt jafn ítarlegum viðurlögum og gert er ráð fyrir í frumvarpinu eins og það liggur fyrir nefndinni núna,“ segir Bjarkey.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/04/22/segir_nytt_frumvarp_gefa_eldisfyrirtaekjum_audlindi/

Þá er ég alveg dús við það“

Spurð hvort að rökin fyrir ótímabundnum leyfunum hafi ekki m.a. verið til að tryggja gott rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, segir Bjarkey:

„Nei rökin voru fyrst og fremst sú að það voru íþyngjandi aðgerðir sem frumvarpið býr yfir og það var talið auðveldara að grípa inni, ekki síst með tilliti til þess að svipta leyfi. En ef það er hægt að gera það með því að hafa þau tímabundin þá er ég alveg dús við það. En eins og ég segi þá eru önnur ákvæði sem þarf að fara í gegnum til þess að vita hvort að það heldur.“

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/04/29/mikilvaegt_ad_endurskoda_leyfi_til_lagareldis/

Vonast til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir sumarfrí

At­vinnu­vega­nefnd Alþing­is ræddi á fundi sín­um í gær hug­mynd­ir um að binda rekstr­ar­leyfi fyr­ir­tækja í sjókvía­eldi við 16 ár. Bjarkey segir það nefndarinnar að útfæra tímann.

„Ég ætla ekki að hafa skoðun á því,“ segir Bjarkey.

Hún segir að frumvarpið sé á byrjunarstigi í nefndinni en vonast til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir sumarfrí.

https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/05/01/raeda_um_rekstrarleyfi_til_16_ara/

til baka