fös. 3. maí 2024 12:53
Ársfundur fer fram í Silfurbergi í Hörpu.
Beint: Ársfundur SFS

Ársfundur SFS fer nú fram í Silfurbergi í Hörpu í Reykjavík og er fundurinn öllum opinn og er í beinu streymi hér neðst í fréttinni.

Ólafur H. Marteinsson, formaður SFS, mun flytja opnunarerindi og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ávarpar fundinn.

Þá munu þeir Leo A Grünfeld, meðeigandi Menon Economics, og Oddbjørn Grønvik, yfirhagfræðingur hjá Menon Economics, fjalla um skattlagningu og samkeppnishæfni íslensks fiskeldis.

Heiðar Guðjónsson hagfræðingur flytur erindið „Orkukerfi - sóun í nafni umhverfisverndar“

Taka síðan við pallborðsumræður undir stjórn fjölmiðlamannsins Snorra Mássonar um hvernig stjórmálin geta aukið verðmætasköpun þar sem taka þátt þau Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra.

Ávarpar að lokum Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, fundarmenn

Birna Einarsdóttir, stjórnarformaður Iceland Seafood International, annast fundarstjórn.

 

 

 

til baka