mið. 1. maí 2024 08:00
Eldgosið við Sundhnúkagíga.
„Höldum áfram að fylgjast með“

Engar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Sundhnúkagígum frá því í gær.

„Nei, ekki ennþá en við höldum áfram að fylgjast með,” segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, spurð hvort krafturinn í gosinu hafi aukist eins og talið hefur verið líklegt.

afa

Hún segir jafnframt að lítil mengun hafi mælst á svæðinu upp á síðkastið.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur biðlað til fólks að fara ekki fót­gang­andi að eld­gos­inu við Sund­hnúkagíga. Ný gossprunga gæti opn­ast á hverri stundu eða kraft­ur eld­goss­ins orðið meiri. 

afa

 

 

til baka