lau. 27. apr. 2024 10:32
Jürgen Klopp gerir heilar fimm breytingar á byrjunarliði Liverpool.
Klopp hendir stjörnum Liveroool á bekkinn

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool gerir fimm breytingar á liði sínu frá tapinu gegn nágrönnunum í Everton, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Liverpool tekur á móti West Ham klukkan 11:30 í Lundúnum. Liverpool-liðið kemur inn í leikinn eftir að hafa tapað fyrir Everton á miðvikudaginn var. 

Mohamed Salah og Darwin Núnez eru báðir settir á bekkinn en í stað þeirra koma Harvey Elliott og Cody Gakpo. 

m

Þá koma Jarell Quansah, Wataru Endo og Ryan Gravenberch inn fyrir Ibrahima Konaté, Curtis Jones og Dominik Szoboszlai. 

Liverpool er í þriðja sæti deildarinnar með 74 stig, þremur stigum frá toppliði Arsenal. Þá er Manchester City í öðru sæti en liðið á leik til góða. 

Byrjunarlið West Ham: (4-3-3)

Í marki: Alphonse Areola
Í vörn: Vladimir Coufal, Kurt Zouma, Angelo Ogbonna, Emerson
Á miðju: Tomas Soucek, Lucas Paquetá, Edson Álvarez
Í sókn: Jarrod Bowen, Michail Antonio, Mohammed Kudus

Byrjunarlið Liverpool: (4-3-3)

Í marki: Alisson
Í vörn: Trent Alexander-Arnold, Jarell Quansah, Virgil van Dijk, Andrew Robertson
Á miðju: Alexis Mac Allister, Endo, Ryan Gravenberch
Í sókn: Harvey Elliot, Cody Gakpo, Luis Díaz

 

til baka