mið. 1. maí 2024 10:25
Hreyfingar til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar, komur og brottfarir samanlagt, verða rúmlega 37 þúsund talsins.
Stefnir í metsumar í komu ferðamanna

Alls munu 8,5 milljónir gesta fara um Keflavíkurflugvöll í sumar, samkvæmt farþegaspá Isavia.

Gert er ráð fyrir að um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins. Gangi spáin eftir verður árið í ár það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til landsins. 

qrq

28 flugfélög munu fljúga til Íslands um Keflavíkurflugvöll í sumar en að meðaltali munu 178 flugferðir fara daglega frá Keflavík yfir sumartímabilið. 

82 áfangastaðir í boði frá Keflavík

Í tilkynningu Isavia kemur fram að hægt verður að fljúga til 82 áfangastaða og munu 28 flugfélög fljúga beint frá Keflavík. Þar af eru 25 félög í áætlunarflugi og þrjú með takmarkaðan fjölda ferða. 

afafa

Flugfélögin voru flest árið 2018 þegar þau voru 29, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. 

Flugfélög munu einnig bæta við áfangastöðum fyrir sumarið og geta ferðalangar flogið beint til ýmissa áfangastaða um heim allan.

„Við hlökkum til að taka á móti enn fleiri gestum þetta sumarið. Farþegaspáin gerir ráð fyrir að yfir sumarmánuðina, apríl til október, muni farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2% aukning á milli ára,“ er haft eftir Grétari Már Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðaþróunar hja Isavia í tilkynningunni. 

Icelandair með rúmlega helming flugferða

Hreyfingar til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar, komur og brottfarir samanlagt, verða rúmlega 37 þúsund talsins. Það er 5% aukning frá því í fyrra og 36% aukning frá því sem var sumarið 2019.

Icelandair er með 58% af hreyfingunum á flugvellinum. Play er með 18,8% og eru önnur flugfélög með 23,3%. 

Heildarframboð sæta er 6,7 milljónir sem er 4% aukning frá því í fyrra og 26% aukning frá 2019.

Íslensku flugfélögin fjölga ferðum

Í tilkynningunni segir að Icelandair muni slá öll met í fjölda flugferða frá upphafi hjá flugfélaginu. Flugferðum Icelandair mun fjölga um 8% frá sumrinu 2023 og 20% frá 2019 samkvæmt farþegaspá.

Play mun einnig bjóða upp á flestar ferðir og sætaframboð frá upphafi hjá sér og mun þeim fjölga um 5% frá síðasta sumri.

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/04/23/tekjuhaesti_fyrsti_arsfjordungur_i_sogu_icelandair/

 

til baka