fim. 25. apr. 2024 13:00
Sesselja Thorberg og Hildur Ísdal Þorgeirsdóttir.
Allt á útopnu á HönnunarMars

Hönnunarhátíðin HönnunarMars var sett með pompi og pragt í gær þegar Lúðrasveit Verkalýðsins marseraði frá Hörpu, sem þar ráðstefnan Design Talks fór fram, yfir í Hafnarhúsið þar sem Hringleikur var með sirkúsatriði. Fm Belfast spilaði taktfasta tónlist sem vakti hrifningu gestanna. 

Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri í Reykjavík, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Helga Ólafsdóttir, stjórnandi HönnunarMars klipptu á borða og opnuðu þar sem hátíðina formlega, 16 árið í röð.   

Boðið er upp á forvitnilega dagskrá um alla borg sem enginn hönnunarþyrstur má missa af. Dagskrín samanstendur af sýningum, opnunum, leiðsögnum og áhugaverðum samtölum við þá sem hrærast í hönnunarheiminum. 

https://www.mbl.is/smartland/samkvaemislifid/2024/04/25/feik_eda_ekta_thad_er_spurningin/

Dagskrá HönnunarMars 

til baka