mið. 24. apr. 2024 23:30
Jóhann Már Leifsson skoraði eitt markanna gegn Serbíu í kvöld.
Þriðja tapið og úrslitaleikir framundan

Karlalandslið Íslands í íshokkí er í harðri fallbaráttu í 2. deild A á heimsmeistaramótinu í Andorra eftir þriðja ósigurinn í jafnmörgum leikjum gegn Serbíu í kvöld, 9:3.

Ísland er því án stiga eftir þrjár umferðir af fimm en á eftir að mæta Ástralíu og Ísrael sem eru í svipaðri stöðu, Ástralía með eitt stig og Ísrael með tvö.

Hilmar Sverrisson kom íslenska liðinu yfir strax á 4. mínútu í kvöld. Serbar komust hins vegar í 4:1 í byrjun annars leikhluta, Hákon Magnússon minnkaði muninn í 4:2 en Serbar svöruðu um hæl og staðan var 5:2 þegar þriðji og siðasti leikhlutinn hófst.

Næsta mark kom ekki fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka en þá minnkaði Jóhann Már Leifsson muninn í 5:3. Íslenska liðið freistaði þess að minnka muninn enn frekar en fékk á sig fjögur mörk á síðustu fjórum leikjunum og lokastaðan því 9:3.

Ísland mætir Ástralíu í næstsíðustu umferðinni á morgun og svo Ísrael í lokaumferðinni á laugardaginn. Eitt þessara þriggja liða fellur niður í 2. deild B.

Króatía og Serbía berjast hins vegar um efsta sætið og sæti í 1. deild B en grannþjóðirnar eru báðar með 9 stig og Sameinuðu arabísku furstadæmin eru með 6 stig í þriðja sætinu.

til baka