mið. 24. apr. 2024 22:25
Lamar Morgan og félagar í ÍR eru komnir yfir gegn Þór.
ÍR og Sindri byrja betur

ÍR og Sindri eru komin í 1:0 í einvígjum sínum í undanúrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta, en sæti í úrvalsdeildinni er undir.

ÍR vann heimasigur á Þór frá Akureyri, 97:80. ÍR vann fyrsta leikhlutann 22:12 og var með öruggt forskot út allan leikinn, en ÍR missti naumlega af toppsæti deildarinnar á lokakaflanum eftir baráttu við KR.

Lamar Morgan skoraði 23 stig fyrir ÍR og Friðrik Curtis 22. Harrison Butler gerði 22 stig fyrir Þór og Baldur Jóhannesson bætti við 17.

Þá gerði Sindri góða ferð í höfuðborgina og vann Fjölni í Grafarvogi, 100:93. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn, en Sindramenn voru ögn sterkari á lokakaflanum.

Samuel Prescott skoraði 28 stig fyrir Sindra og Milorad Sedlarevic 19. Viktor Steffensen skoraði 22 fyrir Fjölni og Lewis Diankulu skilaði 17 stigum og tók 15 fráköst.

til baka