fim. 25. apr. 2024 18:00
Sigurjón Tómas Hjaltason og Freyja Þórisdóttir barþjónar hjá Reykjavík Cocktails fyrsta og annað sætið í þemakeppni RCW keppninni með drykkjunum sínum sínum Royal Fizz og Berry Blossom.
Sigurkokteilarnir geta orðið sumarsmellirnir í ár

Í þema­keppn­i barþjóna Reykja­vík Cocktail Weekend sem haldin var í byrjun apríl hlutu Sigurjón Tómas Hjaltason og Freyja Þórisdóttir barþjónar hjá Reykjavík Cocktails fyrsta og annað sætið. Þau sigruðu keppnina með kokteilum sínum Royal Fizz og Berry Blossom. Í tilefni þess að sumarið er að koma deila þau með lesendum uppskriftunum að kokteilunum góðu sem geta orðið sumarsmellirnir í ár.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2024/04/09/gretar_kryndur_islandsmeistari_i_kokteilagerd/

Sigurjón er rekstrarstjóri Kokteilaskólans og Reykjavík Cocktails og er með 10 ára reynslu í geiranum. Hann lærði undir leiðsögn Ivan Svans kokteil-meistara frá 16 ára aldri og er búinn að vera taka þátt í kokteilakeppnum um nokkura ára skeið. Sigurjón var hlutskarpasti barþjóninn í þemakeppninni með kokteilinn Royal Fizz.

Freyja hreppti annað sætið í þemakeppninni með kokteilinn Berry Blossom. Hún hóf feril sinn einnig hjá Ivani Svan fyrir tæpum þremur árum. Aðspurð segir Freyja að hann eigi heiðurinn af allri þeirri þekkingu sem hún býr yfir á bak við barinn. „Ég hef einnig starfað síðastliðin tvö ár hjá Róberti Ólafssyni á Forréttabarnum og hef verið að nýta vaktir til að fínstilla vinnubrögðin. Ég er tiltölulega nýbyrjuð að keppa en Ivan hefur verið að hvetja mig til þess ásamt fleirum að halda áfram á þeirri braut.“

Tilviljun réð því að við fórum í þennan geira

Hvenær vissu þið hvað ykkur langaði að gera þegar þið  yrðu stór?

„Ég var nú orðin frekar fullvaxta þegar ég fann mig loksins í þessum geira en það byrjaði allt með tilviljun þegar ég og vinur minn vorum báðir búnir að segja okkur úr fyrra námi og í svolitlu frjálsu falli hvað varðaði nám og framtíð. Við höfðum heyrt að framreiðslunámið væri skemmtilegt og í algjöru gríni ákváðum við að kíkja við í Menntaskólann í Kópavogi og í lok dags vorum við báðir komnir á þjónasamning og erum enn þá í þessu í dag,“ segir Sigurjón. Aðspurður segir Sigurjón að hann hafi ávallt haft ástríðu fyrir því að bæði skapa og nota ímyndunaraflið og á sama tíma gleðja aðra. „Ég hef gaman að því að vinna með fólki og búa til góða stemningu, líkt og þarf að gera þegar maður vinnur bak við barinn.“

 

 „Ég datt frekar óvænt inn í þennan geira. Frændi minn byrjaði sem barþjónn hjá Reykjavík Cocktails og talaði mikið um hversu gaman það væri. Ég ákvað því að bera undir hann hvort að það væri ekki bara stemning að ég myndi sækja um líka, við frændsystkinin yrðum eflaust góð saman bak við barinn. Það gekk allt eins og í sögu og nú höfum við unnið í þónokkrum veislum saman,“ segir Freyja sposk á svip.

Hugmyndavinna og þróunin heillar

Hvað er það sem er svo heillandi við kokteilagerð?

„Þú getur í raun og veru gert það sem þú vilt, þetta er opinn leikvangur til að nota ímyndunaraflið og leika sér að blanda drykki og kynna sér nýjar blöndur og bragð. Það er auðvelt að gleyma sér í þessum heimi,“ segir Sigurjón.

Freyja bætir við að kokteilagerð sé í raun listform og vel sé hægt að gleyma sér í  hugmyndavinnunni. „Ég er að stefna á nám í hönnun og barþjónastarfið undirbýr mig mjög vel fyrir það að mínu mati. Þetta er ferlisvinna rétt eins og í flestri hönnun og maður þarf að átta sig fljótt á því að lokaútkoman er sjaldnast eins og upphaflega var reiknað með. Kokteill getur verið alls konar og í dag erum við að sjá óáfenga kokteila verða stærri og stærri í barþjónaheiminum. Þetta er spennandi þróun og gaman að fá að keppa í þemakeppni þar sem low ABV (lower alcahol by volume) var þemað eða kokteilar með áfengisprósentu undir 8% styrkleika.“

 

Hvernig myndu þið lýsa ykkar barþjónastíl?

„Ég einblíni meira á þjónustu heldur en eitthvað annað. Mér finnst mikilvægt hafa gaman að því sem ég er að gera, taka ekki hlutunum of alvarlega og muna að það er til lausn á öllum vandamálum sama hvort það sé í lífinu eða starfi,“ segir Sigurjón með bros á vör.

„Ég myndi segja að minn barþjónastíll sé enn þá aðeins að fæðast. Hann þróast áfram en er einnig mismunandi eftir tilefninu. Stundum þarf ég að vera mjög fagmannleg og skilvirk og þá er aðeins minna um hnyttni og grín. Annars hef ég gaman af því að þjónusta hvern og einn þannig að sá hinn sami gangi sáttur frá borði og helst aðeins fróðari um vöruna eða drykkinn sem ég ber fram,“ segir Freyja.

Þarft að vera hressasta manneskjan á staðnum

Hvaða hæfileikum þarf góður barþjónn að búa yfir?

„Frumkvæði, aðlögunarhæfni og lausnamiðlun og svo auðvitað að vera hressasta manneskjan á staðnum.“

Hafið þið tekið þátt í mörgum barþjónakeppnum?

„Þremur eins og staðan er núna. Fyrsta var Jólabollan 2023 svo Whitley Neill keppnin og núna síðast þemakeppni RCW. Ég hef tekið bikarinn heim þrisvar og ef allt gengur upp þá er ég ekkert að plana að hætta strax,“ segir Sigurjón og hlær.

„Þemakeppni Reykjavík Cocktail Weekend var haldin samhliða Íslandsmeistaramótinu núna fyrir rúmri viku. Það var önnur keppnin sem að ég tek þátt í en sú fyrri var Barlady keppnin. Hún var haldin í fyrsta skipti núna í vor og er mikið fagnaðarefni að það sé komin á fót sér keppni fyrir konur og kvár. Mér gekk mjög vel í þeirri keppni og lenti í fjórða sæti. Eftir það uppgötvaði ég að þetta væri eitthvað sem mér þætti mjög spennandi að prófa áfram. Þess vegna þegar að þemakeppnin var auglýst ákvað ég að nýta þetta skrið sem ég er komin á og taka þátt í henni. Ég hreppti annað sætið og er afar sátt með það,“ segir Freyja.

Hver er galdurinn bak við að heilla dómnefnd upp úr skónum keppni?

„Það mikilvægasta að mínu mati er að vera yfirvegaður í keppninni, að sýna að þú lætur ekki stress og pressu slá þig út af laginu. Síðan er það auðvitað fagleg vinnubrögð og góða skapið, reyna taka þessu ekki of alvarlega, það er allavega það sem ég hafði að leiðarljósi,“ segir Sigurjón.

 

„Í þeim keppnum sem ég hef tekið þátt í voru allir í dómnefndunum vinalegir og gott að spjalla við þá. Síðustu klukkutímana fyrir keppni verð ég aðeins stressuð en um leið og ég kynni mig til leiks fyrir nefndinni minnkar stressið og ég næ fljótt einbeitingu.  Maður getur lært mjög mikið í keppnum eins og þessum og mæli ég með því fyrir þá sem taka þátt að óska alltaf eftir dómarablöðunum eftir keppni. Þannig getur maður séð hvað fór vel og hvað fór verr og þá er hægt að bæta sig út frá stigagjöfinni,“ segir Freyja.

Eigið þið ykkar uppáhaldsvín þegar þið eru að búa til kokteila?

„Þetta er erfið spurning, það er svo margt til og mikið hægt að gera, en ef ég verð að velja eina týpu þá yrði það að vera gin, þó að whiskey sour sé uppáhaldsdrykkurinn minn þá finnst mér mikið hægt að leika sér að gininu og auk þess að það eru til allskonar tegundir af því,“ segir Sigurjón.

 

Góð hráefni grunnurinn að loka útkomunni

„Þeir keppniskokteilar sem ég hef skapað virkuðu báðir frekar léttir og sumarlegir. Í báðum tilvikum notaði ég Limoncello Atlantico frá Þoran distillery og finnst almennt gaman að nota sem mest íslenskt. Það er til dæmis mjög mikið framleitt á Íslandi af góðu gini og sífellt verið að gefa út nýjar vörur. Annars skiptir alltaf miklu máli við gerð kokteila að vanda valið á hráefni. Frekar gefa sér auka tíu mínútur til að kreista sítrónusafa það getur skipt sköpum,“ segir Freyja.

Sigurjón og Freyja eru sammála um að hráefnið skipti sköpum í kokteilagerð. Við ætlum fá að stela einu kvóti frá Ivan til að svara þessu, Að byggja góðan kokteil er eins og að byggja hús, þú þarft að hafa góðan grunn svo að húsið takist vel og til þess að lokaútkoman heppnist, það sama gildir um góðan kokteil. Þú þarft að hafa góð hráefni í grunninn svo að drykkurinn verði sem bestur, kokteilinn verður eins góður og hráefnin sem í hann eru notuð.“

Sigurjón sviptir hér hulunni af vinningskokteilnum sínum Royal Fizz og Freyja af sínum kokteil Berry Blossom og hún hlaut 2. sætið fyrir.

 

Royal Fizz

Aðferð:

  1. Hellið fyrst 75 ml af Elderflower Tonic í Highball glas með 4 klökum.
  2. Setjið síðan öll hráefnin nema tónik í kokteilahristara og hristið kröftulega saman með nóg að klaka í um það bil 15 sekúndur.
  3. Hellið í gegnum sigti yfir í glasið, toppið síðan drykkinn túrkis pepper dufti og bláberi.

Berry Blossom

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefni í kokteilhristara nema tónik og hristið kröftulega saman í um það bil  15 sekúndur með nóg af klaka.
  2. Hellið í gegnum sigti yfir í highball glas og fyllið glasið upp að 2/3 með klaka.
  3. Toppið að lokum með tónik og skreytið með hálfri hibiscusleginni sítrónusneið.
til baka