fim. 25. apr. 2024 11:56
Kjartan Páll Eyjólfsson framkvæmdastjóri Epal, Erik Rimmer rittjóri Bo Bedre og Svana Lovísa Kristjánsdóttir arkitekt og stílisti.
Feik eða ekta? Það er spurningin!

Margt var um manninn í versluninni Epal þegar HönnunarMars var opnaður formlega í versluninni. Í versluninni opnaði sýningin Feik eða ekta? en þar er að finna þekkta hönnunarvöru sem vinsælt er að stæla eins og Rolex-úr, Flowerpot lampann og iPhone síma. Erik Rimmer ritstjóri Bo Bedre var á meðal gesta og var hrifinn af drifkraftinum sem einkennir íslenska hönnuði. 

Það var þó ekki bara verð að sýna heimsfræga hönnun og stælingar á henni því íslensk hönnunar var að sjálfsögðu í forgrunni. Þar sýndu Arkitýpa, Aska bio Urns, bybibi og DýpiE. Endurgerð á stól eftir Hjalta Geir var sýnd og Guðmundur Lúðvík, Hlynur Atlason, Kula by Bryndis, RÓ, Salún, Sigurjón Pálsson og Ægir Reykjavík sýndu verk sín. Auk þess var ný baðlína frumsýnd en hún er samstarfsverkefni fjögurra hönnuða. 

Feik eða ekta?

Hugverkastofan, Epal og React sem er alþjóðlegt samstarfsnet fyrirtækja gegn fölsunum standa að sýningunni en markmiðið er að vekja athygli á hugverkarétti. Hönnuðurinn Sigga Heimis er sýningarstjóri sýningarinnar og safnaði saman ekta og feik vörum. Markmiðið er að vekja athygli á því af hverju fólk ætti að velja ekta vörur og forðast að að kaupa eftirlíkingar.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/22/46_prosent_islendinga_finnst_i_lagi_ad_kaupa_eftirl/

Á sýningunni í Epal leit nýtt hönnunarverkefni dagsins ljós og kallast það BAÐ. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða og er áherslan þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við séríslensku baðmenningu. Baðmenning Íslands á sterka og langa sögu og hefðir. Hönnuðirnir sem koma að verkefninu eru: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir fyrir vörumerkið IHANNA HOME, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Unnur Valdís Kristjánsdóttir fyrir vörumerkið Flothettu og Sóley Elíasdóttir fyrir vörumerkið SÓLEY Organics.

til baka