mið. 24. apr. 2024 15:25
Frá aðgerðum í dag.
Björguðu bát í vanda

Klukkan eitt í dag var björgunarskipið Hafbjörg í Neskaupstað kallað út vegna lítils fiskibáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá staddur í mynni Seyðisfjarðar og rak hægt til suðurs.

Ekki var hætta á að báturinn ræki til lands, að því er Slysavarnafélagið Landsbjörg greinir frá. 

 

Hafbjörg lagði úr höfn kl 13:15 og hélt áleiðis að bátnum, en rétt fyrir klukkan 15 var búið að koma dráttartaug frá Hafbjörg í bátinn.

Hafbjörg er nú á siglingu í hægum sjó til hafnar í Neskaupstað, þar sem áætlað er að vera um 5 leitið.

 

til baka