mið. 24. apr. 2024 18:00
Girnilegur ofnbakaði fiskrétturinn hennar Lindu Ben þar sem rauða pestóið leikur aðalhlutverkið.
Bragðmikill og ljúffengur fiskréttur með pestó og bræddum osti

Hér höfum við einfaldan, bragðmikinn og ljúffengan pestó fiskrétt með bræddum osti sem kemur úr smiðju Lindu Ben sem heldur úti uppskriftavefnum Linda Ben. Þetta er réttur sem upplagt er að smella í þegar þið viljið að maturinn sé bragðgóður og þið hafið lítinn tíma til að standa yfir pottunum.

Gott pestó er algjör lykill að því að þessi réttur verði góður og hér er það rautt pestó sem leikur aðalhlutverkið. Linda bætir vel af hvítlauk út í það og síðan er upplagt að bæta við svörtum ólífum og því sem ykkur dettur í hug að fara vel með pestóinu. Þið getið valið það meðlæti sem heillar ykkur mest, til að mynda er gott að bera fram bakaðar sætar kartöflur með þessum rétti ásamt fersku salati.

Bragðmikill pestó fiskréttur með bræddum osti

Aðferð:

  1. Setjið þorskinn í skál ásamt pestóinu, rifnum hvítlauksrifjum og ólífum, blandið öllu vel saman og leyfið að marínerast eins lengi og tími leyfir.
  2. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  3. Setjið í eldfast mót og hellið smá rjóma yfir og dreifið ostinum yfir.
  4. Bakið í um það bil 20-25 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.
  5. Berið fram með því meðlæti sem ykkur langar í.
til baka