mið. 24. apr. 2024 06:00
Frakkar kunna að leika við bragðlaukana og hér eru 10 franskir réttir og drykkir sem þú ættir að smakka í næstu ferð þinni til Parísar.
Finndu smjörþefinn af ljúffengum frönskum mat og drykk  

Frakkar eru þekktir fyrir að kunna að njóta þegar kemur að mat og drykk. Sumir hafa haft kynni af frönskum eldhúsum án þess að hafa nokkurn tímann stigið fæti á franska grundu.

Hér eru 10 franskir réttir og drykkir sem þú ættir að prófa við næstu Parísarferð.

Café au lait

 

Byrjaðu daginn á klassísku frönsku kaffi sem framreitt er til helminga af espresso og flóaðri mjólk.

Croissant

 

Njóttu nýbakaðs smjördeigshorns frá hverfisbakaríi í morgunmat eða sem millimál.

Crêpes

 

Dekraðu við þig, þunnar fíngerðar franskar pönnukökur fylltar með nutella súkkulaði og banana eða bragðmiklum og matarmiklum pönnukökum eins og skinku og osti.

Croque Monsieur/Madame

 

Prófaðu þessar klassísku frönsku samlokur með skinku og osti, toppaðar með bechamelsósu eða Madame sem framreitt er með spældu eggi ofan á.

Escargots

 

Þorið þið að smakka franska snigla eldaða upp úr hvítlaukssmjöri? Sniglarnir eru hefðbundið franskt lostæti sem oftast er borið fram sem forréttur á frönskum veitingahúsum.

Coq au Vin

 

Njóttu þessa ljúffenga kjúklingaréttar sem er steiktur upp úr víni ásamt sveppum, lauk og beikoni og er algjörlega ómissandi franskur réttur.

Ratatouille

 

Njóttu þessa litríka grænmetisréttar gerðan úr tómötum, kúrbít, eggaldin, papriku, lauk og kryddjurtum, upprunninn frá Nice eða Provence.

Makkarónur

 

Dekraðu við þig með litríkum frönskum makkarónum.

Foie Gras

 

Upplifðu franska gæsalifur eða foie gras sem er eitt af góðmeti Frakka í forrétt með ristuðu frönsku brauði.

Tartar

 

Prófaðu steik tartare, hráan nautakjötsrétt, kryddaður með kapers, lauk, sinnepi og kryddjurtum, oftast borinn fram með hrárri eggjarauðu ofan á réttinum.

Tarte Tatin

 

Ljúktu máltíðinni með sneið af Tarte Tatin eftirrétti, eplaterta á hvolfi, borin fram með ögn af rjóma.

til baka