þri. 23. apr. 2024 17:53
Jón Gnarr.
Jón Gnarr fékk afhenta góða gjöf

Jón Gnarr forsetaframbjóðandi fékk í gær afhenta góða gjöf frá ónefndum aðila. Um er að ræða málverk sem myndi án efa prýða veggi Bessastaða. 

Málverkið hefur „forsetalegt“ útlit og yfirbragð, en það er af Georg Bjarnfreðarsyni, karakter sem Jón túlkaði eftirminnilega í Vaktaseríunum og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. 

Jón birti mynd af sér, mjög sáttur á svip, þar sem hann situr við hlið málverksins á Instagram-síðu sinni í morgun. 

„Fékk þetta gamla málverk afhent í gær,“ skrifaði hann við færsluna. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/04/22/sattur_vid_sina_stodu_og_finnur_fyrir_medbyr/

Í könn­un Pró­sents sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í gærdag mæl­dist Jón Gn­arr með 17,2% fylgi og er með fjórða mesta fylgið í þeirri könn­un.

View this post on Instagram

A post shared by Jón Gnarr (@jongnarr)

 

 

 

til baka