fim. 18. apr. 2024 22:58
Borinn Sleipnir að störfum við fyrstu tilraunaborholuna á Rockville-svæðinu. Búist er við að þar finnist 70 til 80 gráðu heitt saltvatn.
Eru nú á 800 metra dýpi á Reykjanesi

Vegna eldsumbrotanna á Reykjanesskaga hefur verið ákveðið að hefja tilraunaboranir eftir heitu vatni á Suðurnesjum. Hefur Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, veitt heimild til að bora á nærsvæðum flugvallarins í Keflavík.

Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco segir að félagið hafi veitt heimild til rannsóknarborana á svæðinu eftir að jarðeldarnir hófust á Reykjanesi, til þess að auka orkuöryggi á Suðurnesjum og skapa mikilvæga varaleið til þess að koma heitu vatni inn á veitusvæðið. Markmiðið er að hefja nýtingu á svæðinu og tryggja heitt vatn fyrir byggðina.

HS Orka stýrir verkefninu en ÍSOR hannar og staðsetur holurnar. Verkís hannar búnað til nýtingar á vatninu og Efla starfar fyrir hönd almannavarna við samræmingu.

Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur hjá Eflu, segir ýmsar hindranir hafa verið í upphafi verksins en að nú sé búið að bora 800 metra djúpa holu. Eftir að ákveðnu dýpi er náð gengur borunin betur og eru afköstin um 100 metrar á sólarhring. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

til baka