mið. 17. apr. 2024 15:37
Gústi B skrifaði nokkur atriði upp á töflu fyrir Katrínu.
Gústi B kennir Katrínu á samfélagsmiðla

Samfélagsmiðlastjarnan og útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, gaf Katrínu Jakobsdóttur nokkur ráð til að standa sig betur á samfélagsmiðlum. Hann ráðfærði henni meðal annars frá því leiðinlega eins og að halda fimm mínútna ræðu um forsetaembættið í nýju myndskeiði sem hann birti á TikTok.

Frambjóðendur verða eflaust að nýta sér samfélagsmiðla til að ná til þjóðarinnar fram að kosningum. Í myndskeiðinu er Gústi, sem er með um 53 þúsund fylgjendur á TikTok og 12 þúsund fylgjendur á Instagram, að skrifa fá en góð atriði upp á töflu og Katrín að glósa. Undir myndskeiðið skrifaði hann: „Þurfti aðeins að fara yfir þetta með KJ.“

Horfðu á myndskeiðið hér fyrir neðan.

@gustib_1

þurfti aðeins að fara yfir þetta með KJ...

♬ original sound - Gústi B

 

til baka