mán. 15. apr. 2024 14:00
Þjóðþekkt pör létu sig ekki vanta á Edduna.
Ástfangin á Eddunni

Mikil stemning var í Gufunesi á laugardagskvöldið þegar Eddan, íslensku kvikmyndaverðlaunin, voru afhent við hátíðlega athöfn. Kvik­mynd­in Á ferð með mömmu hlaut flest­ar Edd­ur, eða sam­tals 9.

Á ferð með mömmu var meðal ann­ars val­in kvik­mynd árs­ins. Þá fékk Hilm­ar Odds­son verðlaun fyr­ir bæði hand­rit og leik­stjórn mynd­ar­inn­ar og þau Þröst­ur Leó Gunn­ars­son og Krist­björg Kj­eld fyr­ir leik sinn í aðal­hlut­verk­um. Kvikmyndin Villi­bráð hlaut þrjár Eddur en þau Nína Dögg Fil­ipp­us­dótt­ir og Björn Hlyn­ur Har­alds­son fengu verðlaun fyr­ir leik sinn í auka­hlut­verk­um í mynd­inni.

Eins og sjá má á myndunum frá rauða dreglinum var mikið stuð á laugardagskvöldið og kvikmyndagerðarfólk í góðum gír. 

til baka