lau. 20. apr. 2024 07:02
Goði segir lagið eiga heima á flestum partílistum landsins.
Óþarfi að rýna sérstaklega í textann

Tónlistarmaðurinn Goði Þorleifsson sem gengst undir listamannsnafninu Rafretta kynnti nýja „partílagið“ sitt í þætti Heiðars Austmann, Íslenskri tónlist á dögunum. Þættirnir  eru virk kvöld á milli klukkan 18.00-22.00 á K100.

„Ég var að gefa út nýtt lag sem heitir Svonaeridda og er að mínu mati mjög grípandi. Það ætti að passa vel inn í flesta „partílista“ á Íslandi,“ segir Goði í kynningunni á laginu.

„Menn eru ekkert sérstaklega alvarlegir og eru ekkert sérstaklega þekktir fyrir að vera alvarlegir. Mér finnst það skína vel í gegn í þessu lagi. En það er algjör óþarfi að rýna sérstaklega í textann og í fínasta lagi að sleppa því. Leyfa sér bara að njóta lagsins í heild.

Ég er samt ekki lögregluþjónn og ætla ekki að banna ykkur þetta. Gerið það sem þið viljið, innan marka samt. Ég er ekki að segja ykkur að brjótast inn og stela einhverju drasli. Ég er bara að segja hlustið á lagið í heild og njótið. Ég er rafretta og þetta er Svonaeridda.“

Hlustaðu á kynninguna og lagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

 

til baka