fim. 25. apr. 2024 10:00
„Ég borða mjög mikið“

„Það er gríðarlega mikill tími sem fer í þetta,“ sagði lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir í Dagmálum.

Eygló, sem er 22 ára gömul, stefnir á að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París í sumar en hún varð Evrópumeistari unglinga í október árið 2022 í Albaníu og varð um leið fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í lyftingum.

https://www.mbl.is/mogginn/dagmal/ithrottir/248442/

Fer mikill tími í æfingar

Eygló eyðir miklum tíma í æfingar og æfir yfir fimm klukkustundir á dag, alla jafna.

„Ef ég er að æfa tvisvar á dag er þetta tveir til tveir og hálfur tími í senn,“ sagði Eygló.

„Ef ég æfi einu sinni á dag þá er ég að æfa í kringum þrjá til þrjá og þrjá og hálfan tíma á dag,“ sagði Eygló sem var því næst spurð að því hversu mikið hún borði á dag.

„Ég borða mjög mikið,“ sagði Eygló meðal annars í léttum tón.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

til baka