þri. 1. des. 2020 18:57
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Dæmdur fyrir brot gegn stjúpbarnabarni

Karlmaður var í gær dæmdur, í héraðsdómi Reykjaness, fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn stjúpbarnabarni sínu í nokkur skipti yfir árin 2018 og 2019 „með því að hafa með ólögmætri nauðung þar sem ákærði nýtti sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa“. Maðurinn var sambýlismaður ömmu stúlkunnar. 

Maðurinn hlaut tveggja ára og sex mánaða dóm auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola miskabætur, málsvarnarlaun, þóknun á rannsóknarstigi og þóknun réttargæslumanns brotaþola.

Þá var hann einnig dæmdur fyrir vörslu efnis sem sýnir börn á klámfenginn hátt. Sama ljósmynd fannst í fimm eintökum í turntölvu og borðtölvu mannsins og 2537 ljósmyndir og eitt myndband fannst í farsímum mannsins. 

Maðurinn neitaði sök fyrir rétti og fór fram á sýknun.

Sagði föður sínum frá í afmælisveislu sinni 

Stúlkan hélt upp á afmæli sitt í Ævintýralandi í Kringlunni árið 2019. Í afmælinu meiddi stúlkan sig og faðir hennar fór að hlúa að hugga hana og verið m.a. með blöðru sem breytti um lögun þegar hún er meðhöndluð. „Þá hafi stúlkan allt í einu sagt að hún hafi snert typpi og þegar hann spurði á hverjum þá hafi hún sagt á X afa.“

Síðar sagði stúlkan að afi sinn kallaði á sig og láta hana snerta sig. Þetta gerðist þegar hann væri að skipta um föt. Hún bætti við að hún héldi að amma sín vissi ekki af þessu.

Í fyrstu vildi stúlkan ekki segja móður sinni frá en féllst á það að lokum.

Sagðist vera hrædd við baðherbergið

Í vitnaleiðslu föður brotaþolans rifjar hann upp atvik þar sem barnið talaði með óviðeigandi hætti 

Þau hafi verið að fara að sofa og stúlkan sagst vera hrædd. Aðspurð um hvað sagðist hún vera hrædd við baðherbergið, en vildi ekki segja meira. Faðirinn þóttist fara að sofa en stúlkan spurði þá hvort að hún ætti að snerta á honum typpið.

Amman í áfalli 

Amma barnsins ákvað að veita vitnisburð þrátt fyrir að henni hafi verið gerð grein fyrir því að hún þyrfti þess ekki vegna tengsla sinna. 

Amman kvaðst hafa orðið fyrir áfalli yfir málinu og vonast til að það væri misskilningur. Hún sagði þáverandi sambýlismann sinn farið undan í flæmingi þegar hún spurði hann út í málið og hvorki játað né neitað.

Eftirá gat amman rifjað upp nokkur tilvik sem höfðu verið skrítin:

„Þá hafi stúlkan sagt einu sinni við vitnið [ömmu sína] að það væri gott þegar þær væru bara tvær einar heima. Þá hafi þau þrjú einu sinni verið að horfa á mynd og  [amman] ætlað á KFC en stúlkan hafi viljað horfa áfram á myndina. Vitnið hafi komið heim um 30 - 40 mínútum seinna og þá hafi hún tekið eftir því að ákærði hafi verið búinn að skipta um buxur en vitninu hafi þótt það  einkennilegt.   [Amman]  hafi  spurt  ákærða  nokkrum  sinnum  hvers  vegna  hann  væri kominn í aðrar buxur en hann hafi aldrei svarað því,“ segir í frásögn ömmunnar.

Framburður barnsins trúverðugur 

Stúlkan lýsti með sama hætti frá brotum stjúpafa síns á sér allan tímann, við foreldra sína og fyrir dómi í Barnahúsi. 

Framburður afans þótti ekki trúverðugur, ekki síst vegna afsakana hans á vörslu efnisins sem sýni börn á klámfenginn hátt. 

 





til baka