lau. 17. ágú. 2019 20:40
Bílstjóri Dr Strangelove

Jón Vilhjálmur Stefánsson er íslenskćttađur listamađur frá Berkeley í Kaliforníu. Um helgina verđur sýning á verkum hans opnuđ í Hannesarholti, en sýningin, sem spannar langan feril listamannsins, mun standa yfir til 31. ágúst.  

Jón lagđi stund á myndlist í UC Berkeley-listaakademíunni á tímum mikilla óeirđa, nemendauppreisna og mótmćla. „Ég var í miđju óeirđanna. Ég skapađi list í vöruskemmu í Oakland, rétt hjá höfuđstöđvum Svörtu pardusanna, ég fór á Grateful Dead-tónleika, ég var hippi međ sítt hár en tók aldrei virkan ţátt í mótmćlunum. Ég svarađi óeirđunum međ listsköpun,“ rifjar Jón upp.

„Ég kunni aldrei sérstaklega ađ meta mótmćlin. Ég vildi lćra, ég vildi skapa list og ég var hrćddur um ađ valda móđur minni vandrćđum. Hefđi ég tekiđ ţátt í mótmćlunum hefđi ég misst vinnu mína hjá háskólanum, ég hefđi heldur ekki getađ veriđ nemandi ţar lengur.“
Margir í kringum hann voru virkir ţátttakendur í mótmćlunum. „Sum ţeirra eru jafnvel ennţá í stjórnmálum. En ţađ voru líka margir á jađrinum, eins og ég, sem flutu í gegnum ţetta tímabil. Viđ vorum áhorfendur frekar en ţátttakendur.

Ţađ var yfirleitt mjög gaman ađ alast upp í Berkeley. Fyrir utan óeirđirnar,“ bćtir Jón látlaust viđ

Skutlađi föđur vetnissprengjunnar

Á sjöunda áratugnum starfađi Jón sem bílstjóri í Berkeley, en međal farţega hans var ungverski eđlisfrćđingurinn Edward Teller, sem er ađ mörgum talinn fađir vetnissprengjunnar. Teller er fyrirmynd kvikmyndapersónunnar Dr Strangelove í samnefndri mynd Stanley Kubrick.

„Ég keyrđi Teller til og frá vinnu, og í rauninni út um allt, segir Jón. „Hann var mjög líkur Dr Strangelove í hegđun. Hann var mjög ákafur. Hann skipti oft um umrćđuefni tvisvar eđa ţrisvar sinnum í hverri setningu. En hann var ótrúlega áhrifamikill.“

Edward Teller var einn helsti málsvari kjarnorkuvopna á tímum kalda stríđsins og hafđi mikil áhrif í stigmögnun á framleiđslu kjarnorkuvopna Bandaríkjamanna.

„Hann var mjög rćđinn á morgnana, nćstum ţví kátur, en ţegar ég keyrđi hann heim var hann útbrunninn. Ţá var hann oft önugur og ţreyttur,“ rifjar Jón upp. „Hann var úr öđrum heimi, handan ţess sem ég gat nokkurn tíma skiliđ.“

til baka