sun. 17. feb. 2019 21:45
Eins og sjá má á þessu skilti er bannað að fara með byssur inn í Henry Pratt fyrirtækið.
Myrtur á fyrsta degi í nýju starfi

Lögregla hefur greint frá nöfnum þeirra fimm sem létust þegar maður hóf skothríð í borginni Aurora í Illinois-ríki í Bandaríkjunum síðdegis á föstudag.

Samkvæmt frétt CNN hafði manninum nýlega verið sagt upp störfum í Henry Pratt-fyrirtækinu.

Travor Wehner, var nemi við Northern Illinois-háskólann. Föstudagurinn var fyrsti dagurinn hans sem nemi í fyrirtækinu. Hann hefði átt að útskrifast með gráðu í mannauðsstjórnun í vor.

Auk hans létust Clayton Parks, Russel Beyer, Vicente Juarez og Josh Pinkard. Beyer hafði starfað lengst þeirra hjá fyrirtækinu eða í rúm 20 ár.

Frétt mbl.is

Starfsmaður og fimm lögregluþjónar særðust í árásinni. Samkvæmt lögreglunni í Aurora er fólkið ekki í lífshættu en það var flutt á spítala í Chicago.

Árásarmaðurinn heitir Gary Martin og er 45 ára. Hann hafði unnið í fyrirtækinu í 15 ár þegar hann var rekinn. Lögregla skaut hann til bana á staðnum.

til baka