mið. 12. des. 2018 21:48
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út  vegna slyssins.
Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kölluð til á sjöunda tímanum í kvöld vegna þessa, auk vettvangshjálparteymis frá Flúðum.

Lögregla annast rannsókn á tildrögum slyssins.

 

 

 

til baka