lau. 20. okt. 2018 05:30
Vegurinn frá Húsavíkurhöfn, um göngin og til Bakka er eingöngu notaður til þungaflutninga.
Vegagerðin annist veghaldið og göngin

„Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun.

Stofnanirnar tvær taka greinilega á sig ábyrgð á rekstrinum þótt ekki komi fram hver eigi að bera kostnaðinn. Það hefur verið mat atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins frá upphafi málsins að Vegagerðin eigi að fara með veghaldið, lögum samkvæmt. Vandséð sé hvaða aðili annar ætti að gera það, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nú er komið í ljós að enginn opinber aðili treystir sér til að kosta snjómokstur, lýsingu og annan rekstur vegarins. Áætlað er að hann sé um 25 milljónir á ári. Vegagerðin hefur lýst því yfir að hún hætti þeim litla rekstri sem hún hefur með höndum 1. nóvember næstkomandi og sveitarfélagið Norðurþing hyggst ekki taka hann yfir.

til baka