mán. 25. júní 2018 06:19
Fimmvörðuháls - mynd úr safni.
Bjarga fólki af Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi er komið upp á Fimmvörðuháls til þess að bjarga hröktu ferðafólki en mjög slæmt veður er á hálsinum og gengur á með slydduéljum. Björgunarsveitir voru kallaðar út um fjögur leytið eftir að tveir göngumenn höfðu samband af Fimmvörðuhálsi og óskuðu eftir aðstoð.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að fólkið sé orðið kalt og hrakið en það heldur til í tjaldi upp á Fimmvörðuhálsi. Ekki er vitað nákvæmlega hvar það er en fólkið er með síma sem er í gangi. Davíð segir að það hafi verið mikið rok þarna í nótt og fólkið orðið mjög blautt. Nú gangi á með slydduéljum en veðrið fer batnandi.

Björgunarsveitarfólkið fór akandi upp á Fimmvörðuháls og er núna á vélsleðum á leiðinni lengra upp á Fimmvörðuháls. Jafnframt er gönguhópur úr Reykjavík á leiðinni með þyrlu á leitarsvæðið.

 

til baka