sun. 21. jan. 2018 20:44
Þyrla Landhelgisgæslunar var kölluð á vettvang.
Kastaðist út úr bílnum

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu.

Frétt mbl.is: Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

Lögreglan á Suðurlandi hefur haft í nógu að snúast í dag og nokkuð verið um umferðaróhöpp. Flest þeirra eru, að sögn lögreglu, minniháttar og eingöngu um eignartjón að ræða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að flest slysanna megi rekja til þess að akstur sé ekki miðaður við aðstæður, en þá spili reynsluleysi ökumanna stundum inn í.

 

 

til baka