Úrslitum í tvímenningi á Evrópumóti ungmenna lauk í keiluhöllinni í Egilshöll í dag, en sænskir piltar fóru þar með sigur af hólmi.
William Svensson og Robert Lindberg tóku sigurinn í tvímenningi í kvöld en þeir höfðu betur gegn Tomas Vrabec og Roman Karlik frá Slóvakíu. Sænsku meistararnir spiluðu 506 gegn 384.
Í stúlknaflokki sigruðu þær Lea Degenhardt og Bettina Burgard frá Þýskalandi. Þær unnu Katie Tagg og Miu Bewley frá Englandi, en leiknum lauk með 447 sigri gegn 434. Úrslitin réðust á síðustu köstunum.
Íslensku krökkunum gekk sæmilega en Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA og Ágúst Ingi Stefánsson úr ÍR enduðu í 28. sæti en þeir Jökull Byron Magnússon úr KFR og Þorsteinn Henning Kristjánsson úr ÍR enduðu í 40. og næst síðasta sæti. Hjá stelpunum enduðu þær Guðbjörg Harpa Sigurðardóttir úr Þór Akureyri og Jóhanna Guðjónsdóttir úr ÍA í 22. sæti en þær Elva Rós Hannesdóttir úr ÍR og Helga ÓSk Freysdóttir úr KFR enduðu í 24. og síðasta sæti.
Einstaklingskeppnin fer síðan fram á morgun en keppni hefst klukkan 09:00.