Rýmingu aflétt

Íbúar á bæjum sem rýmdir voru þegar gos hófst í Fimmvörðuhálsi fá að snúa heim. Þetta var ákveðið á fundi almannarnarnefndar í dag. Því er beint til eigenda sumarhúsa á svæðinu að dvelja ekki í húsunum.

Íbúar á fjórtán bæjum sem eru undir Eyjafjallajökli fengu ekki að sofa heima sl. nótt. Þetta var um 50 manns.

Kjartan Þorkelsson sýslumaður segir að ákveðið hafi verið að auka löggæslueftirlit samhliða því að rýmingu er aflétt. Hann segir að veginum upp á Fimmvörðuháls sé lokaður og sama eigi við um veginn inn í Þórsmörk. Lokað sé innan við Fljótsdal.

Kjartan segir að ef engin breyting verði á gosinu sé líklegt að þetta verði það fyrirkomulag sem stuðst verði við meðan gosið varir. Hann segir að haft verði samband við íbúa á öllum bæjum á svæðinu og farið yfir öryggisaðgerðir.

Næsti fundur almannavarnarnefndar er kl. 16 á morgun, en sýslumaður mun fara yfir stöðuna í fyrramálið með sérfræðingum í jarðvísindum.

Spáð er slæmu veðri á Suðurlandi í nótt og á morgun.

Eldgosið í Eyjafjallajökli nokkrum stundum eftir að það hófst.
Eldgosið í Eyjafjallajökli nokkrum stundum eftir að það hófst. mbl.is/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert