Fær seint fegurðarverðlaun en skiptir sífellt meira máli

Skötuselur
Skötuselur mbl.is

Skötuselurinn fær kannski seint fegurðarverðlaun en vinsældir hans hafa aukist frá því sem áður var er honum var iðulega hent fyrir borð. Verðmæti hans skiptir stöðugt meira máli fyrir þjóðarbúið.

Til skamms tíma fékkst skötuselur helst sem meðafli í humartroll í hlýsjónum undan Suðurlandi. Með hlýnun sjávar hefur útbreiðslan aukist mjög og er hann nú veiddur fyrir öllu Suður- og Vesturlandi og var vestursvæðið gjöfult á síðasta ári. Fiskurinn slæðist einnig í veiðarfæri fyrir Norðurlandi.

Skip frá Snæfellsnesi og Vestmannaeyjum hafa verið atkvæðamikil í skötuselsveiðunum. Mestu af honum var í fyrra landað á Rifi, Ólafsvík, Þorlákshöfn, Sandgerði, Arnarstapa og Hornafirði.

Á síðasta ári var heimilt að veiða þrjú þúsund tonn af skötusel og fór aflinn talsvert yfir það. Í ár er hins vegar ekki heimilt að veiða nema 2.500 tonn og er það í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Bein sókn frá aldamótum

Einar Jónsson fiskifræðingur hefur lengi rannsakað skötuselinn og fylgst með útbreiðslu hans hér við land. Hann segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að leggja til meiri afla á þessu fisveiðiári en 2.500 tonn. Meðal annars taki ráðgjöfin mið af því að óæskilega stór hluti aflans er tiltölulega smár, ókynþroska skötuselur sem er aðallega afli humarbáta.

Hann segir óraunhæft að ætla að stofn skötusels verði mjög stór hér við land og telur æskilegt að sóknin miðist við fyrrnefnd 2.500 tonn, þó svo að uppgangur hafi verið í stofninum við Ísland síðustu árin.

Þegar kvóti var settur á skötusel fiskveiðiárið 2003-2004 var hámarksaflinn 1.500 tonn en afli hér við land fór á síðasta fiskveiðiári yfir þrjú þúsund tonn í fyrsta skipti. Lengi vel var skötuselurinn óvinsæll meðafli og ekki var byrjað að veiða hann í beinni sókn fyrr um síðustu aldamót. Bátar frá Snæfellsnesi veiddu mest af skötusel í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert