Viðtal við fjármálaráðherra í breskri heimildarmynd

Leikarinn James Cromwell leikur aðalhlutverk í leikinni heimildar, innblásinni af …
Leikarinn James Cromwell leikur aðalhlutverk í leikinni heimildar, innblásinni af hruni fjárfestingarbankans The Lehman Brothers, síðastliðið haust.

Að sögn Guardian áformar BBC2 að gera heimildarmynd í þremur hlutum um efnahagshrunið síðastliðið haust. Í myndinni, The Love of Money, eða Ást á peningum, verða viðtöl við marga af lykilmönnum hrunsins, þar á meðal Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, Alistair Darling, fjármálaráðherra, Mervyn King, seðlabankastjóri Englands, Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, nokkrir öldungadeildarþingmenn og síðast en ekki síst fjármálaráðherrar í Frakklandi, Þýskalandi og Íslandi. Þá munu einnig koma fram lykistjórnendur hjá Merrill Lynch og Barclays og þekktir bandarískir fjármálalögfræðingar.

Fyrir utan þessa mynd hyggst BBC einnig gera leikna heimildarmynd um síðustu daga bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og verður James Cromwell úr LA Confidential og W í aðalhlutverki. Verður myndin klukkutíma löng og gerist á hinni örlagaríku helgi 12.-14. september 2008 þegar bankinn hrundi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert