Sex langreyðar veiddar

Flensarar hafa nóg að gera eftir nokkurt hlé í starfsgreininni.
Flensarar hafa nóg að gera eftir nokkurt hlé í starfsgreininni. mbl.is/Kristinn

Hvalveiðiskipið Hvalur 9 hefur veitt alls 6 langreyðar frá því tímabilið hófst í síðustu viku en Hvalur 8 sem hefur verið í yfirhalningu í slippnum í Reykjavík er væntanlegur á miðin á næstunni. Hvalur hf. hyggst ekki senda fleiri skip til veiðanna.

Gunnlaugur Ragnarsson starfsmaður hjá Hval sagði að fyrirtækið hefði kvóta upp á 150 langreyðar og alls væri óvíst hversu löng þessi vertíð yrði.

Er nægilegt geymslupláss fyrir allt þetta kjöt? „Já, já, við höfum einhver ráð með það," sagði Gunnlaugur í samtali við mbl.is.

Nýbyrjendur í flensarastarfinu þurfa að læra handtökin af þeim sem …
Nýbyrjendur í flensarastarfinu þurfa að læra handtökin af þeim sem enn muna hvernig verka skal hval. mbl.is/kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert