Myndband af tillögu Fasteignar/Klasa um tónlistarhús

Tölvumynd af tónlistarhúsi Fasteignar/Klasa.
Tölvumynd af tónlistarhúsi Fasteignar/Klasa.

Gert hefur verið myndband, sem sýnir tillögu Fasteignar/Klasa um tónlistarhús og ráðstefnumiðstöð sem á að rísa við Austurhöfnina í Reykjavík. Sú tillaga var önnur tveggja, sem matsnefnd hafði til skoðunar á lokastigum umfjöllunar um byggingarnar, en ákveðið var að ganga til samninga um hina tillöguna, sem var frá Portus-hópnum.

Tillaga Fasteignar/Klasa byggist á því að húsið sé hljóðfæri, sem geti tekið á sig alla liti. Arkitektar Fasteignar/Klasa í samkeppninni voru Schmidt, Hammer & Lassen K/S, Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar, Bernard Engle & Planners og Arrowstreet, en verkfræðiráðgjafar Línuhönnun og VSÓ Ráðgjöf. Ístak og E.Phil & Søn voru stýriverktakar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert